Aðalfundur Upplýsingar verður haldinn 28. maí í hátíðarsal Tækniskólans á Háteigsvegi. Dagurinn verður helgaður málefnum bókasafna.
Skrásetjarar funda fyrir hádegi, aðalfundur Upplýsingar og vorráðstefna notendahóps Gegnis eftir hádegið og síðdegis verður vorgleði Upplýsingar.
Skráning er nauðsynleg vegna áætlunar veitinga og hægt að skrá sig hér.
Landskerfi bókasafna heldur utan um skráningu á fræðslufund skrásetjara og hægt er að skrá sig á hann hér.
Dagskrá:
9:00 Fundur settur
Þorsteinn Gunnar Jónsson formaður skráningarráðs
9:10 Sjálfvirk skráning á Landsbókasafni
Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir, Landsbókasafni
9:40 Efnisorð – Aldrei er góð vísa of oft kveðin
Ragna Steinarsóttir, Landsbókasafni
10:10 Safnfærslur – kynning á verklagi
Sigurgeir Finnsson, Landsbókasafni
10:20 Kaffihlé
10:50 Skráning á mismunandi letri / stafrófi
María Bjarkadóttir, Borgarbókasafni Reykjavíkur
11:20 Skyldur skrásetjara
Sigrún Hauksdóttir, Landskerfi bókasafna
11:40 Umræður og önnur mál
Dagskrá samkvæmt lögum félagsins – sjá 8. gr. https://upplysing.is/log/