Aðalfundur Upplýsingar, notendaráðstefna Aleflis og vorgleði verða 30. maí frá kl. 13:00-17:00 í Eddu – húsi íslenskra fræða.
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar.
b) Skýrslur hópa og nefnda.
c) Reikningar félagsins.
d) Ákvörðun launa og þóknunar til stjórnarmanna.
e) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.
f) Árgjald.
g) Lagabreytingar.
h) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
I) Kosning skoðunarmanna reikninga.
j) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
k) Önnur mál.
Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa allir skuldlausir félagar. Streymt verður frá aðalfundinum á Teams.
Eftir aðalfundinn blásum við til vorgleði þar sem boðið verður upp á léttar veitingar. Þau sem eru tímabundin geta mætt beint í vorgleðina, en stjórnin vonast þó eftir því að sjá sem flesta á aðalfundinum.
Til að hægt sé að áætla magn veitinga eru gestir vinsamlega beðnir um að skrá mætingu hér fyrir neðan.