Nýr kennsluvefur í upplýsingalæsi.
Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í fyrirlestrarsalnum Lóni, Þjóðarbókhlöðu 23.janúar 2025 kl. 9:00-10:00.
Kennsluvefurinn er ætlaður fyrir nemendur á háskólastigi og alla þá sem vilja efla færni sína í upplýsingalæsi. Námskeiðið er mikilvæg viðbót við þá upplýsingalæsiskennslu sem bókasöfn veita nú þegar. Nemendur læra að leita að upplýsingum, meta þær og nota á ábyrgan hátt.
Kennsluvefurinn er unninn af Vinnuhópi um upplýsingalæsi á íslenskum háskólabókasöfnum: Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri, Háskólinn á Bifröst, Háskólinn í Reykjavík, Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn, Listaháskóli Íslands. Markmið vefsins er að samhæfa upplýsingalæsiskennslu á háskólastigi í samræmi við viðmið um æðri menntun og prófgráður á Íslandi. Kennsluvefurinn er í opnum aðgangi og er fjármagnaður með styrk úr Bókasafnasjóði.
Slóðin er: https://upplysingalaesi.is/#/
Kynnar verða Irma Hrönn Martinsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík og Tinna Lind Guðjónsdóttir frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafn.
ATH – ekki verður streymt frá þessu Morgunkorni en upptaka verður gerð aðgengileg síðar.