Search
Loading Events

Morgunkorn 24. október 2024

Þessi viðburður er liðinn

24 október kl 9:00 f.h. - 10:00 f.h.

Bókasöfn og hringrásarhagkerfi

Næsta morgunkorn Upplýsingar verður í Borgarbókasafninu Gerðubergi 24. október 2024 kl. 9:00-10:00.

Borgarbókasafnið í Gerðubergi setti nýlega á fót Fribúð þar sem fólk getur komið og losað sig við hluti og aðrir eignast þá. En hvernig tengist bókasafnið þessu hringrásarþema, er ekki allt að láni á bókasafninu? Ilmur Dögg Gísladóttir ætlar að leiða okkur í sannleikann um þetta. Að fyrirlestri loknum geta gestir skoðað Fríbúðina og kannski losað sig við eitthvað óþarfa dót.

Um Fríbúðina má fræðast hér: https://borgarbokasafn.is/fribud-hring-eftir-hring

Húsið opnar kl. 8:45 með kaffiveitingum og þau sem ætla að mæta eru beðin um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 22. október kl. 16:00.

ATH – ekki verður streymt frá þessu Morgunkorni en upptaka verður gerð aðgengileg síðar.