Viðurkenningar fyrir fræðibækur barna og fullorðinna
Aðdragandi og markmið Í tilefni af 20 ára afmæli Félags bókasafnsfræðinga haustið 1993 stofnaði þáverandi stjórn félagsins til viðurkenninga fyrir bestu fræðibækur ársins sem veittar skyldu árlega. Annars vegar er veitt viðurkenning fyrir fræðibók fyrir fullorðna og hins vegar fyrir fræðibók sem ætluð er börnum. Í báðum tilfellum hljóta höfundar bóka ásamt útgefendum viðurkenningu þar sem vönduð bók byggir á skilvirkri samvinnu þessara aðila.
Þann 1. janúar árið 2000 var Félag bókasafnsfræðinga lagt niður þegar íslensk bókavarðafélög sameinuðust í eitt félag og við hlutverki þess og starfsemi tók Upplýsing – Félag bókasafns- og upplýsingafræða sem halda mun áfram að veita viðurkenningarnar.
Markmiðið með viðurkenningunum er að vekja athygli á mikilvægi þess að gera fræðibækur vel úr garði hvort sem markhópurinn er börn, unglingar eða fullorðið fólk – jafnt almenningur sem sérfræðingar – en misbrestur hefur verið á því að íslenskar fræðibækur hafi verið búnar skrám eins og atriðsorðaskrám til að auðvelda aðgengi að upplýsingum og auka gildi þeirra sem uppflettirita og handbóka.
Því miður hefur einkum vantað fræðirit fyrir börn og unglinga sem ekki geta nýtt sér til fullnustu fræðibækur á erlendum málum.
Fyrir hvorn flokk fræðibóka um sig starfa 3ja manna dómnefndir bókasafns- og upplýsingafræðinga um val þeirra bóka sem viðurkenningar hljóta.
Viðmiðunarreglur um val á fræðibókum
Valnefnd um bestu fræðibók ársins fyrir börn:
Inga Kristjánsdóttir (formaður), Bókasafni Kópavogs Hólmfríður Gunnlaugsdóttir Borgarbókasafni – Gerðubergi Þorbjörg Karlsdóttir, Borgarbókasafni – Aðalsafni
Íslenskar fræðibækur fyrir börn sem hlotið hafa viðurkenningu
Valnefnd um bestu fræðibók ársins fyrir fullorðna: Bryndís Áslaug Óttarsdóttir, Borgarbókasafni – Sólheimasafni Elín K. Guðbrandsdóttir (formaður), Fjölbrautaskóla Suðurlands Gróa Finnsdóttir, Þjóðminjasafni (frá 2007)
Íslenskar fræðibækur fyrir fullorðna sem hlotið hafa viðurkenningu
Veforða bókasafna Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, veitir annað hvert ár, á aðalfundi félagsins, besta vefsetri bókasafns eða upplýsingamiðstöðvar á Íslandi veforðu félagsins. Veforðan var fyrst veitt árið 2002.
Dómnefnd: Harpa Rós Jónsdóttir, Landskerfi bókasafna, [email protected] Vala Nönn Gautsdóttir, [email protected] Kristín Ósk Hlynsdóttir, Fasteignamati ríkisins, [email protected]
Verkefni dómnefndar: Dómnefnd kallar eftir tilnefningum til Veforðu Upplýsingar frá bókasafnsfræðingum og bókavörðum með birtingu greinar í Fregnum og tölvupósti á póstlistanum Skruddu.
Úr tilnefningum velur dómnefnd eitt vefsetur sem hlýtur Veforðu Upplýsingar sem birta má á viðkomandi vef næsta árið.
Dómnefnd skili niðurstöðu sinni ásamt rökstuðningi til formanns Upplýsingar.
Eftirfarandi atriði mun dómnefnd hafa til hliðsjónar við valið:
Fyrstu áhrif (er síðan álitleg og vinsamleg notendum m.v. markhópa)
Eru möguleikar í vefsíðugerð nýttir vel
Góð málnotkun (skýr framsetning, einfalt mál og villulaust)
Hentar viðmótið efninu
Er efnisinnihald ágætt (þ.e. ekki aðeins um lágmarksupplýsingar um safn að ræða)
Einfaldleiki og hæfileg notkun á myndefni
Er samræmi í hönnun (hönnun fylgt niður í allar undirsíður s.s. stafagerð, litir o.fl.)
Hraði (hve langan tíma tekur að hlaða inn síðunni)
Eru allar tengingar virkar
Er auðvelt að rata eða finna réttar síður (merkingar augljósar, s.s. heiti síðna og flokka og hvort um leitarvélar eða veftré sé að ræða ef vefsetur verða stór)
Er auðvelt að finna upplýsingar um tengiliði (tölvupóstföng, síma og nöfn)
Hversu vel vefsetrið er uppfært
Þurfa notendur að sækja auka hugbúnað til að skoða vef að hluta eða í heild (s.s. Flash, Real Player, Acrobat Reader). Eru þær kröfur skynsamlegar?
Skoðun við mismunandi aðstæður: Útlit og virkni samskonar í algengum vefskoðurum, s.s. Microsoft Internet Explorer, Netscape og/eða Opera Mismunandi skjástærð s.s. 800*600, 1024*7
Annað: Vefsetur tilheyri eiginlegu bókasafni eða upplýsingamiðstöð (útilokar hvar.is og stakar vefsíður fyrirtækja eða stofnana s.s. Alþingis) Vefsetur hafi eigið veffang (URL) Allar safnategundir mega taka þátt Tilnefningar eru trúnaðarmál milli þess sem tilnefnir og dómnefndarinnar Söfn mega tilnefna sig sjálf Dómnefnd má ekki tilnefna vefsetur Ef dómnefnd líst svo á að ekkert af tilnefndum vefsetrum sé það miklum kostum búið að það eigi skilið að fá veforðu fellur tilnefning hennar niður .
Vefsetur sem hlotið hafa Veforðu Upplýsingar:
2002 Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn |