Search

Viðtal við Pálínu Magnúsdóttur

Á Bókasafnsdeginum 2020 skrifaði Pálína Magnúsdóttir færslu á fésbókarsíðu sína sem komst í hámæli vegna ummæla um að Íslendingar hefðu ekki sambærilegan aðgang að íslenskum rafbókum og lesendur annarra nágrannalanda okkar því útgefendur hefðu ekki áhuga á að gera samninga við bókasöfnin um þær. Ummælin vöktu það mikla athygli að blaðamaður skrifaði um það grein í Fréttablaðið tveimur dögum síðar. Upplýsingu þótti tilvalið að fá Pálínu í stutt viðtal fyrir nýjar Fregnir.