Vefráðstefna 5.nóvember kl. 09-10:30

Streymi:  www.kirjastokaista.fi/en/live (finnska bókasafnarásin)

Hvað er vika 17: VIKA 17 er Norræn vitundarvakningarvika með áherslu á 17 heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Verkefnið byggir á samvinnu bókasafna, einstaklinga og grasrótarsamtaka.

Árið 2024 fór af stað tilraunaverkefni í viku 17 á nokkrum bókasöfnum víðsvegar um Norðurlöndin. Í tengslum við vikuna urðu til fjölbreytt og skapandi verkefni sem auðvelt er að aðlaga að starfsemi annarra bókasafna.

Á vefráðstefnunni þann 5. nóvember munu starfsmenn frá þessum bókasöfnum deila hugmyndum og hagnýtum ráðum við framkvæmd viðburða í anda Heimsmarkmiðanna.

Vika 17 á rætur sínar að rekja til Danmerkur og hefur verkefnið verið starfrækt á dönskum bókasöfnum um árabil. Við munum heyra um upphaf verkefnsins og hvernig það hefur þróast og stækkað í áranna rás.

Við hlökkum til að sjá ykkur og vonum að vefráðstefnan verði ykkur hvatning og innblástur.

Frekari upplýsingar:
Heimasíða Viku 17 í Danmörku https://db2030.dk/week17/
Facebook-hópur Nordic Libraries for Sustainability https://www.facebook.com/groups/nordiclibrariesforsustainability