Í tilefni af alþjóðlegri viku opins aðgangs 24. – 28. október 2022, vekjum við athygli á vefnum opinnadgangur.is / openaccess.is. Þar er að finna heilmikinn fróðleik um opinn aðgang (e. open access) og opin vísindi (e. open science). Þema þessarar viku er „loftslagsréttlæti“ (e. climate justice).

„Opinn aðgangur varðar okkur öll – hagsmuni okkar allra. Krafan um að allir hafi aðgang að niðurstöðum rannsókna sem studdar eru af opinberu fé verður sífellt háværari. Ekki eingöngu á tímum COVID, ekki eingöngu „spari“ heldur alltaf.“ Sjá pistil á vefnum opinnadgangur.is:
https://openaccess.is/oflokkad/althjodleg_vika_opins_adgangs_2022/

Á vefnum er einnig hægt að gerast áskrifandi að póstlista um opinn aðgang/opinn vísindi:
https://openaccess.is/postlisti-um-opinn-adgang/