Annað kvöld milli 20-22 verður þriðja vikulega Wikipediakvöldið á árinu.
Hin tvö sem haldin hafa verið tókust með ágætum, mæting var fín og búið er að bæta fjölda greina og skrifa nokkrar nýjar.
Skrifarð hafa verið greinar um Ólaf Daníelsson,
fyrsta Íslendinginn til þess að ljúka doktorsprófi í stærðfræði og
hlutverk yfirkjörstjórna. Búið er að vinna í greinunum um Keflavík,
Mycobacterium leprae (gerlinum sem veldur holdsveiki),
Alcoa-Fjarðarál, John Hume, Landsbókavörð Íslands, Norður-Írland, epli,
Google, Básendaflóðið, og aðfararaðgerðir.
Landsbókasafnið er tilvalin staður til þess að læra
að skrifa í Wkipediu, þar er rólegt og gott andrúmsloft og tölvuver með
fínum tölvum. Kennslan er einstaklingsbundin og fer fram á þeim hraða
sem hver og einn óskar.
Frekari upplýsingar:
https://www.facebook.com/
http://is.wikipedia.org/wiki/
https://www.facebook.com/
Með kveðju/Best regards,
Hrafn H. Malmquist, umsjónarmaður Rafhlöðunnar og Doktorsritgerðaskrár
netfang:[email protected] | sími: 525 5640