Why do people want digital libraries







  
  Mel Collier, yfirbókavörður Háskólabókasafnsins í Leuven, flutti fyrirlestur í Kennaraháskóla Íslands 29. apríl 2005. Fyrirlesturinn nefnir hann


„Why do people want digital libraries“.
Mel Collier hefur verið yfirbókavörður í háskólanum í Leuven frá 2004, áður var hann framkvæmdastjóri Library and Information Services í Tilburg-háskóla í Hollandi á árunum 2001 til 2003. Hann er einnig rannsóknarprófessor við Háskólann í Northumbria auk þess sem hann stundar ráðgjafarstörf á eigin vegum.


Íslandsáhugi hans vaknaði síðasta sumar þegar hann var að safna upplýsingum um stofnun menntasmiðja (Learning Centre) og þróun í Evrópu utan Bretlands, en um það hefur hann nú skrifað bókarkafla. Mel Collier kemur í stutta heimsókn á eigin vegum en leyfir kollegum og öðrum áhugasömum að njóta góðs af langri reynslu sinni og mun skoða húsakynni okkar og aðbúnað í leiðinni.


Fyrirlesturinn var á vegum Menntasmiðju Kennaraháskóla Íslands og Upplýsingar, félags bókasafns- og upplýsingafræða.


Glærur | upptaka