Vegna fyrirhugaðrar ráðstefnu IFLA, WLIC í Dubai 2024

Upplýsing – fagfélag bókasafns- og upplýsingafræða tekur undir með norrænum systurfélögum sem gagnrýna þá ákvörðun IFLA að ætla að halda sína stóru alþjóðlegu ráðstefnu World Library and Information Congress í Dubai árið 2024. Bæði vegna þeirra mannréttinda sem þar eru brotin auk þess sem yfirvöld munu ritskoða dagskrá ráðstefnunnar og þeirra nefnda sem þar funda. 

Varðandi mannréttindi í Dubai, upplýsingar frá Amensty International.

Í ljósi þessa hugðist Upplýsing ekki sækja ráðstefnuna né heldur styðja þá aðila sem þangað vildu fara með afslætti á ráðstefnugjaldi eða með ferðastyrk.

Frétt frá IFLA um WLIC 2024

Ákvörðunina segir IFLA hafa verið þá að þetta hafi verið eina tilboðið sem barst þeim, þrjú tilboð bárust í upphafi. Frá Kazakhstan og Qatar, auk Arabísku furstadæmanna, en hin tvö drógu tilboð sín til baka.

3. Október 2023 kom fréttatilkynning frá IFLA um að Félag bókasafna og upplýsingamiðstöðva í Arabísku furstadæmunum hafi dregið tilboð sitt tilbaka um að halda ráðstefnuna árið 2024. Ráðstefnan verður þar af leiðandi ekki haldin á næsta ári.

Lesa fréttatilkynningu IFLA

Yfirlýsingar um málið frá Norrænum félögum bókasafns- og upplýsingafræða:

Svíþjóð

Noregur

Finnland birti þetta fyrir ráðstefnuna og þetta eftir ráðstefnuna.

Danmörk