Upplýsing og Nýsköpunarmiðstöð Íslands bjóða
félagsmönnum Upplýsingar í vísindaferð í Fab Lab smiðju Nýsköpunarmiðstöðvar
föstudaginn 13. febrúar kl. 17-21

Þeir sem bóka sig í kynningu á Fab Lab smiðjunni mæta í
Eddufell 2, (við Fellaskóla) klukkan 17:00. Kynningin mun standa í ca.
klukkutíma og að henni lokinni verður farið með rútu í Nýsköpunarmiðstöð
Íslands í Árleyni 2-8.

Þeir sem ekki fara í Fab Lab mæta í Nýsköpunarmiðstöð
kl. 18:30 þar sem verður stutt kynning á starfseminni (http://nmi.is/)
og boðið upp á léttar veitingar í boði Upplýsingar.

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með
tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjan gefur ungum
sem öldnum, einstaklingum og fyrirtækjum, tækifæri til að þjálfa sköpunargáfuna
og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd með því að hanna, móta og framleiða hluti
með aðstoð stafrænnar tækni. Nánar um Fab Lab hér: http://nmi.is/studningur/enn-ad-hugsa/fab-lab/

Athugið að fjöldi gesta í Fab Lab smiðjuna og þar með
í rútuna miðast við 30 manns. Fyrstur kemur fyrstur fær og algjöran
forgang hafa skráðir og skuldlausir félagsmenn. Engar fjöldatakmarkanir
eru í heimsóknina í Nýsköpunarmiðstöð. Frítt er í heimsóknirnar fyrir
félagsmenn. Utanfélagsmenn eru líka velkomnir en þurfa þá að greiða 1500 kr.

Skráningarform
fyrir vísindaferð Upplýsingar