Search
Morgunkorn 25. október – OpenAIRE og Opin vísindi
 
Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið miðvikudaginn 25. október kl 8:30 – 9:45 í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík.

Við ætlum, í tilefni af alþjóðlegri viku opins aðgangs, sem stendur yfir dagana 23.-29. október, að fá fræðslu um tvö verkefni er tengjast opnum aðgangi. Við fáum því tvö erindi að þessu sinni.

Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ heldur erindið, „OpenAIRE verkefni Evrópusambandsins, hvað gengur það út á?“

Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni heldur erindið,  „Opinn aðgangur, hvað er það?“ Um opinn aðgang, Opin vísindi og ægivald útgefanda.

Morgunkorninu verður að venju, streymt beint á YouTube og mun tengill á streymið verða sendur út bráðlega.

Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.

Smellið hér til að skrá ykkur.

Skráningu lýkur mánudaginn 23. október.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *