Morgunkorn 25. október – OpenAIRE og Opin vísindi
 
Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið miðvikudaginn 25. október kl 8:30 – 9:45 í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns, Arngrímsgötu 3, 107 Reykjavík.

Við ætlum, í tilefni af alþjóðlegri viku opins aðgangs, sem stendur yfir dagana 23.-29. október, að fá fræðslu um tvö verkefni er tengjast opnum aðgangi. Við fáum því tvö erindi að þessu sinni.

Anna Sigríður Guðnadóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur á heilbrigðisvísindabókasafni LSH og HÍ heldur erindið, „OpenAIRE verkefni Evrópusambandsins, hvað gengur það út á?“

Sigurgeir Finnsson, bókasafns- og upplýsingafræðingur á Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni heldur erindið,  „Opinn aðgangur, hvað er það?“ Um opinn aðgang, Opin vísindi og ægivald útgefanda.

Morgunkorninu verður að venju, streymt beint á YouTube og mun tengill á streymið verða sendur út bráðlega.

Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.

Smellið hér til að skrá ykkur.

Skráningu lýkur mánudaginn 23. október.