Golfmót Upplýsingar
Upplýsing hefur í hyggju að halda golfmót fyrir félagsmenn ef þátttaka verður næg – þar sem keppt verður um farandsbikar félagsins og titilinn golfmeistari Upplýsingar. Hugmyndin er sú að halda mótið á golfvellinum í Borgarnesi miðvikudaginn 25. júní.
Mótið hefst kl. 13:30 og að mótinu loknu verður ekið í sumarbústað í grendinni og grillað. Þátttakendur þurfa að greiða sjálfir mótsgjöld og koma sér á staðinn en reynt verður að sameinast um bíla.
Hér að neðan er könnun á því hvort áhugi er fyrir hendi hjá þeim félagsmönnum Upplýsingar sem spila golf. Mótið er punktakeppni m/forgjöf hæst gefið 24 hjá körlum og 28 hjá konum. Hér er slóðin á könnunina – svör eru ekki bindandi.