Morgunkorn verður haldið í Gerðubergi 14. október kl. 8.15 – 9. Við byrjum á kaffisopa og hressingu en síðan ætlar Svanhildur Halla Haraldsdóttir deildarbókavörður að leiða okkur í gegnum sýninguna „Þín eigin bókasafnsráðgáta„. Ekki verður boðið upp á streymi en til stendur að taka upp myndband þar sem þetta er kynnt og við munum fá að dreifa því síðar til þeirra sem ekki eiga heimangegnt.
Mikilvægt er að skrá sig á þennan viðburð og skráningu lýkur 12. október kl. 14.