Stofan – A Public Living Room

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku, og Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur fjölmenningarmála hjá Borgarbókasafninu, hlutu Hvatningarverðlaun Upplýsingar 2023 fyrir verkefnið Stofan – A Public Living Room. Þær kynna verkefnið á Morgunkorni þann 12. október kl. 9 í Borgarbókasafni Grófinni.

Stofan er tilraunaverkefni þar sem ólíkir samstarfsaðilar breyta rými í stað sem hefur þýðingu – tímabundið. Þetta er vettvangur sem býður notendum að tengjast öðrum, finnast þau vera hluti af samfélaginu á eigin forsendum og taka þátt sem borgari á jafnréttisgrundvelli. Í samtölum í Stofunni er höfðað til allra skynfæra þegar umhverfið, hugmyndir og skilningur eru könnuð. Í hverju skrefi komumst við nær bókasafni framtíðarinnar.

Húsið opnar kl. 8.45 með kaffiveitingum. Borgarbókasafnið – Grófinni, Tryggvagötu 15.

Að venju verður Morgunkornið einnig í fjarfundi en þau sem vilja mæta á staðinn eru beðin um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 11. október kl. 16.00.