Nú eru 97 bókasöfn búin að skrá þátttöku sína á Bókasafnsdaginn! Mig langar aftur að óska eftir dagskrá eða einhverju skemmtilegu sem þið ætlið að gera í tilefni dagsins til að geta sett á síðu Upplýsingar og Facebook síðu Bókasafnsdagsins. Mig langar svo að allir sjái hvað það eru mörg söfn sem taka þátt í þessu af öllum stærðum og gerðum! 



Endilega sendið honum Óskari vefstjóra línu hvað þið ætlið að gera á Bókasafnsdaginn: [email protected]




Svo endilega bjóðið vinum ykkar að koma á bókasafnið í gegnum Facebook.

http://www.facebook.com/event.php?eid=162999267090898 Með því að smella á gráa hnappinn vinstra megin „senda út boðskort“ og velja þar þá vini sem þið viljið bjóða.



Deilið líka Bókasafnsdags-síðunni með því að fara hér inn: http://www.facebook.com/pages/B%C3%B3kasafnsdagurinn/182815045097912 og smella á „deila“ neðst í vinstri dálkinum.


Kær kveðja,
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
bókasafns- og upplýsingafræðingur
Borgarbókasafn Reykjavíkur / Reykjavik City Library
Foldasafn, v/Fjörgyn, 112 Reykjavík
Sími: 411 6230