Upplýsing boðar til aðalfundar félagsins föstudaginn 17. maí n.k. Fundurinn verður í Borgarbókasafni við Tryggvagötu og hefst kl. 16:15. Að fundinum loknum er boðið til bókasafnsheimsóknar þar sem léttar veitingar verða í boði. Við hvetjum því alla félaga Upplýsingar til að mæta. Hér að neðan má sjá tilvísun í 8. gr. um aðalfund félagsins og mun dagskráin verða hin sama. 8. gr. ? Aðalfundur Aðalfund skal halda í maímánuði ár hvert. Til hans skal boðað skriflega með minnst tíu daga fyrirvara. Fundarboðinu fylgi dagskrá fundarins, ásamt tillögum um lagabreytingar, ef einhverjar eru.
Dagskrá aðalfundar:
a) Skýrsla stjórnar.
b) Skýrslur hópa og nefnda.
c) Reikningar félagsins.
d) Fjárhags- og framkvæmdaáætlun næsta starfsárs.
e) Árgjald.
f) Lagabreytingar.
g) Kosning stjórnar og varamanna, sbr. 5 gr.
h) Kosning skoðunarmanna reikninga.
i) Kosning í fastanefndir til tveggja ára í senn.
j) Önnur mál.
Aðalfundur telst lögmætur og ályktunarhæfur sé löglega til hans boðað. Stjórn félagsins er heimilt að boða til aukaaðalfundar ef þörf krefur. Skal hann boðaður á sama hátt og aðalfundur. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa einungis skuldlausir félagar.
Vinsamlegast skráið ykkur hér eða á vef Upplýsingar til að boða komu ykkar á fund svo við getum áætlað fjölda fundargesta vegna veitinga:
F. h. Upplýsingar
—
Með bestu kveðju,
Margrét Sigurgeirsdóttir formaður
Upplýsingafræðingur