Search

Morgunkorn 19. apríl 2023

Hoobla – Giggarar í verkefnadrifnu vinnuumhverfi

Næsta morgunkorn Upplýsingar verður þann 19. apríl kl. 9.00 – 10.00 í Bókasafni Kópavogs

Harpa Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Hoobla mætir á Morgunkorn og kynnir starfsemina og markmiðið með Hoobla. Hoobla stefnir að því að verða leiðandi netvangur á Íslandi fyrir sérfræðinga, svokallaða giggara. Hoobla tengir sérfræðinga og fyrirtæki/stofnanir saman við að finna verkefni og fá réttu sérfræðingana til starfsins. Hoobla veitir sjálfstætt starfandi giggurum verkefni með því að auðvelda fyrirtækjum og stofnunum að kaupa af þeim þjónustu.

Harpa er framkvæmdastjóri Hoobla. Hún er með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Hún starfaði um árabil á því sviði hjá ORF Líftækni og BIOEFFECT og hefur veitt fjölmörgum fyrirtækjum mannauðsþjónustu og ráðgjöf.

Húsið opnar kl. 8.45 með kaffiveitingum. Bókasafn Kópavogs, Hamraborg 6a. Gengið inn að neðanverðu.

Að venju verður Morgunkornið sent út í streymi en þeir sem vilja mæta á staðinn eru beðnir um að skrá sig hér að neðan. Skráningu líkur 18. apríl kl. 16.00.