Upplýsing fagnar 10 ára starfsafmæli á árinu, sunnudaginn 10.10. kl. 10:10 með því að bjóða félögum í veislu og heimsókn í Bókasafn Mosfellsbæjar í Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. Við gerum okkur glaðan dag og snæðum bröns saman og fáum til okkar skemmtilega gesti. Hér er skráningarform sem þú þarft að fylla út ef þú ætlar að mæta: Skrá þáttöku

Jú víst er þetta sunnudagur, fáir eða engir félagar að vinna svo er ekki bara skemmtilegt að byrja daginn með morgunferð í Mosfellsbæinn, hitta kollega og fá sér gott að borða. Við mælum með því að fólk sameinist um ferðir uppeftir. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Með kveðju,
Hrafnhildur Hreinsdóttir