Matsnefnd Upplýsingar – félags bókasafns- og upplýsingafræða valdi ritið Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007 sem fræðibók ársins 2008 fyrir fullorðna. Ritstjóri bókarinnar er Loftur Guttormsson og útgefandi er Háskólaútgáfan. Viðurkenning var veitt á aðalfundi Upplýsingar þann 21. apríl s.l. en alls komust fjögur ritverk í undanúrslit.


Í umsögn matsnefndar segir m.a.: 



Ritið Almenningsfræðsla á Íslandi er gefið út í tilefni af því að 2007 var ein öld liðin síðan fyrst voru sett almenn lög um fræðslu barna á Íslandi. Það er í tveimur bindum, hið fyrra ber undirtitilinn ?Skólahald í bæ og sveit 1880-1945? og hið síðara ?Skóli fyrir alla 1946-2007.?
Tilvísanir til heimilda eru á spássíum verksins, svo og myndatextar og skapar það skemmtilegan svip og ákveðið jafnvægi í útliti.
Aftast í hvoru bindi er að finna annáll um almenningsfræðslu, einnig ýmsar skrár sem gefa verkinu aukið gildi.
Bókin er ríkulega myndskreytt, myndir falla einstaklega vel að innihaldi og mikil alúð er lögð í gerð myndatexta.
Víða í bókinni eru rammagreinar sem margar birta beinar tilvitnanir í önnur rit eða fela í sér ítarlegri umfjöllun um ákveðin efnisatriði.
Vandað er til pappírs og bókbands og gerir það bókina að eigulegum prentgrip.
Notagildi ritsins er mikið fyrir þá sem vilja kynna sér skólasögu á Íslandi frá 19. öld og fram til dagsins í dag.
Almenningsfræðsla á Íslandi er aðgengileg og falleg handbók um sögu menntunar og almenningsfræðslu á Íslandi. Við gerð hennar og frágang allan er fagmennska og vandvirkni í fyrirrúmi.


 Loftur Guttormsson ritstjóri