Útgáfunefnd Upplýsingar auglýsir eftir efni í 37. árgang Bókasafnsins sem áætlað er að komi í út í lok apríl 2013. 


Útgáfunefndin hugsar sér efni blaðsins nokkuð blandað í svipuðum dúr og verið hefur:


Fræðilegar greinar
Fræðandi greinar / viðtöl
Umræður ? skoðanaskipti
Þátturinn ?Bækur og líf? með stuttum bókmenntatengdum greinum
Umsagnir um rit sem á einhvern hátt snerta fagið
Ljóð og stuttar sögur
Kannski líka eitthvert smælki eða myndir til að fylla upp í og krydda
Minningargreinar 


Boðið er upp á ritrýningu fræðilegra greina. Útgáfunefnd vill vekja áherslu á mikilvægi ritrýndra greina.  Markmið með ritrýni er að efla fræðileg gæði blaðsins svo það standist samanburð annarra akademískra tímarita. Í viðhengi er að finna leiðbeiningar um ritrýni.


Skilafrestur er 15. desember –  Athugið þó! skilafrestur á fræðilegum greinum sem eiga að fara í ritrýningu miðast við 1. nóvember


Útgáfunefndin mun senda væntanlegum höfundum leiðbeiningar um frágang efnis. 


Mikilvægt er að í tímaritinu sé fjallað um öll svið sem falla undir bókasafns- og upplýsingafræði, svo sem skólabókasöfn, almenningsbókasöfn, rannsóknarbókasöfn og bókasöfn stofnana og fyrirtækja, skjalavörslu eða upplýsingamál almennt. Tæknilegar og samfélagslegar breytingar hafa mikil áhrif á fagið og þá starfsemi sem það tengist, um þetta þurfum við að fjalla. Við þurfum að fjalla um tæknilega hliðar fagsins jafnt og félagslegar, horfa bæði til fortíðar og framtíðar og taka púlsinn á samtímanum.


Ábendingar um spennandi efni og hæfa höfunda eru vel þegnar sem og aðrar ábendingar sem varða útgáfuna. 


Útgáfunefnd Upplýsingar 2012-2013:
-Anna María Sverrisdóttir, ritstjóri, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, [email protected],  vs. 525-5716, gsm 846-1758
-Brynhildur Jónsdóttir, ritari, [email protected]
-Erlendur Már Antonsson, Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni, [email protected], s. 867-9734
Helgi Sigurbjörnsson, Bókasafni MK, [email protected], s. 863-5657
Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri, [email protected], s. 557-6974, 697-6974
Ólína Rakel Þorvaldsdóttir, [email protected]