Tímaritið Bókasafnið 1974 ? 2007 hefur nú verið fært í stafrænt form og birt á vefnum www.timarit.is sem Landsbókasafn Íslands ? Háskólabókasafn heldur úti. Verið er að ljóslesa þau rit sem eru á timarit.is þannig að hægt sé að leita að einstökum orðum í textanum. Á vefnum er listi yfir þau rit sem búið er að ljóslesa og Bókasafnið bætist í þann hóp fljólega.
Einnig er hægt að nálgast stafræna formi á slóðinni http://www.landsbokasafn.is/id/1011480.


Timarit.is var upphaflega samstarfsverkefni Íslands, Færeyja og Grænlands um að færa tímarit þessara landa fram til 1920 í stafrænt form.  Nú á seinni árum hafa verið gerðir samningar við nokkra aðila um að mynda allt þeirra efni fram að því að rafræn eintök á pdf formi eru framleidd. Stærsta verkefni safnsins nú er að mynda öll íslensk dagblöð og um þessar mundir er verið að vinna í Þjóðviljanum.


Bókasafnið er merkileg heimild um starfsemi bókasafna á Íslandi og um þær framfarir sem orðið hafa í bókasafns- og upplýsingafræði á síðustu árum. Fyrir þá sem eru að grúska í fræðunum er blaðið ómetanlegt.


 


Fyrirhugað er að mynda Fregnir á sama hátt.


Frétt frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni