Undirbúningshópur bókasafnsdagsins er byrjaður að starfa og á fyrsta fundi var ákveðið að hafa bókasafnsdaginn 2012 þann 17. apríl sem er þriðjudagur. Dagurinn var valinn með hagsmuni allra safnategunda að leiðarljósi. Hópurinn hafði fengið ábendingar frá nokkrum aðilum um að hafa efni dagsins tengt læsi og er það mjög góð hugmynd en það á eftir að skoða hvaða sjónarhorn verður fókuserað á. Vorum að velta upp hugmyndum sem snúast um að lesa saman, draga kannski fram húslesturinn gamla. Endilega sendið okkur hugmyndir ef ykkur dettur eitthvað skemmtilegt í hug.


Tilgangur dagsins er að minna fólkið í landinu á mikilvægi safnanna og einnig að gera þetta að skemmtilegum degi fyrir þá sem vinna á bókasöfnunum. Fyrirkomulagið verður á sömu nótum og síðast enda tókst vel til þegar bókasöfnin með samstilltu átaki starfsfólks tók þátt í deginum. Nú geta stjórnendur og starfmenn bókasafnanna byrjað að undirbúa daginn – farið að leggja niður hugmyndir o.sv. frv.


Verkefnið er samvinnuverkefni Upplýsingar og bókasafnanna í landinu. Undirbúningshópurinn sem samanstendur af fulltrúum frá stærstu bókasöfnunum og fulltrúum allra tegunda bókasafna (nema okkur vantar einhvern frá sérfræðisafni) mun dreifa upplýsingum um „daginn“ eins fljótt og auðið er til ykkar allra.