Nú líður senn að árlegri hátíð, Bókasafnsdeginum, sem verður haldinn hátíðlegur þriðjudaginn 8.september næstkomandi. Allar upplýsingar er að finna á vef Upplýsingar: https://upplysing.is/
Markmið Bókasafnsdagsins er sem áður:
– Að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu
– Vera dagur starfsmanna safnanna.
Við hvetjum því öll söfn til þess að gera sér dagamun hvort sem það er með viðburðum fyrir starfsmenn og/eða lánþega.