Bókasafnsdagurinnverður haldinn í fjórða sinn 8. september nk. á bókasöfnum um allt land. Markmið bókasafnsdagsins er að venju að vekja athygli á öllu því mikilvæga starfi sem unnið er á öllum tegundum bókasafna og nauðsyn þeirra fyrir samfélagið.

Undirbúningshópur um Bókasafnsdaginn hefur hafið störf. Slagorðið er eins og áður „Lestur er bestur“ og verður það notað við kynningu á deginum. Til stendur að vera með mikið kynningarstarf í tengslum við daginn. Við munum m.a. leitast við að koma ?okkar fólki“ að í fjölmiðlum til að ræða mikilvægi bókasafna fyrir samfélagið og vera áberandi í auglýsingum.

Auglýsingar í öllum miðlum og bíóhúsum eru stærsti útgjaldaliður við Bókasafnsdaginn. Til að geta auglýst þurfum við að safna saman fjármagni. Ef safnið ykkar getur lagt til fjármagn, sama hversu upphæðin er smá, þá vinsamlegast hafið samband við undirritaða með tölvupósti ([email protected]).

Að sjálfsögðu verða áfram blöðrur í boði ásamt veggspjaldi þegar nær dregur. Því er mikilvægt að skrá safnið til þátttöku sem fyrst. 

 
 

Þátttaka bókasafna er ekki háð fjárframlögum.

Hægt er að skoða á vef Upplýsingar hvernig síðustu Bókasafnsdagar hafa verið, ásamt hugmyndum um hvernig söfnin geta gert daginn hátíðlegan.