Sæl verið þið öll sömul
Hér eru helstu fréttir af undirbúningi Bókasafnsdagsins. Markmið dagsins er tvíþætt: 1) að vekja athygli á mikilvægi bókasafna í samfélaginu 2) vera dagur starfsmanna safnanna.

Yfirskrift dagsins verður: Lestur er bestur og við tengjum þetta á allan þann máta sem hægt er við bókasöfnin, hvert safn á sinn hátt.

1.  Nú hafa 33 söfn skráð sig til leiks – endilega skráið ykkur sem fyrst þið sem ekki hafið tilkynnt þátttöku ykkar hér

2. Í tilefni að Bókasafnsdeginum 17. apríl er efnt til stuttmyndasamkeppni hjá framhaldskólanemum um lestur og bókasöfn. Skiladagur er 31. mars og ber að senda myndina til [email protected], merkt stuttmynd – hámarkslengd er 2-3 mín. Búið er að senda auglýsingu á alla framhaldsskólana en gott væri ef bókasöfn í framhaldsskólunum haldi samkeppninni á lofti. Verðlaun er kr. 25.000 fyrir bestu stuttmyndina. Bergljót [email protected] veitir nánari upplýsingar.

3. Í tilefni af Bókasafnsdeginum þann 17. apríl langar okkur að fá starfsfólk bókasafna landsins í lið með okkur að nýju og að þessu sinni munum við velja bestu barna- og unglingabókina. Framkvæmdin verður auglýst fljótlega en Áslaug Óttarsdóttir [email protected] heldur utan um verkefnið sem unnið er í samvinnu við Amtsbókasafnið á Akureyri og vefstjóra Upplýsingar.

4. Ljósmyndasamkeppni verður haldin á vegum Upplýsingar á Facebook – sjá viðhengi. Ég beini því til allra bókasafnanna að auglýsa þessa viðurði á vefjum sínum eða vekja athygli á þeim á annan hátt. Umsjón er á höndum Ingibjargar sjá ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is

5. Verið er að vinna plakat/bókamerki/lógó og annað auglýsingaefni (t.d. blöðrur).  Myndin er ekki í svona dökkum lit eins og var síðast.

Þá eru fleiri verkefni í gangi – en við náum helst eyrum og augum fjölmiðla með því að vera með verkefni sem hægt er að segja frá.  Munið eftir því að vera í sambandi við fjölmiðla í nærumhverfi. Það var eitt af því sem skiilaði sér afar vel um land allt á síðasta ári. Allar  ábendingar & hugmyndir vel þegnar.


Allt um bókasafnsdaginn má finna hér

Með kveðju, fyrir hönd undirbúningshópsins
Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar