Nú stendur yfir innritun fyrir vorönn 2008 í bókasafnstækni í Borgarholtsskóla. Undirstöðunám í bókasafnstækni eykur mjög almenna tölvufærni og hæfni til þess að vinna með stafrænt efni á myndrænan hátt fyrir ýmsa miðla. Kenndir eru áfangar í vefsíðugerð, ljósmyndun, kvikmyndun og grafískri hönnun auk áfagna í upplýsingatækni.
 
Með námi í bókasafnstækni öðlast nemendur þekkingu og færni til að sinna störfum á ýmsum stöðum upplýsingamiðlunar svo sem á bókasöfnum, skjalasöfnum og öðrum upplýsingamiðstöðvum í samstarfi við sérfræðinga.
 
Grunnnámið er alls 59 einingar og er sameiginlegt fyrir allar sérgreinar upplýsinga- og fjölmiðlagreinar. Sérgreinanámið er alls 20 námseiningar og tekur mið af áherslum greinarinnar. Að loknu grunn- og sérnámi gefst nemandanum kostur á starfsnámi í 48 vikur sem lýkur með fagvottun og/eða sveinsprófi.
 
Innritun lýkur þann 25. nóvember næstkomandi. Umsóknareyðublöð er að finna á
http://dreifnam.multimedia.is