Einstakt tækifæri til að ná tökum á og öðlast öryggi í flóknum heimi stafrænnar miðlunar Starfræn ljósmyndun, vefsíðugerð, umbrot, hljóðtækni, myndvinnsla, kvikmyndagerð, útlitshönnun, safnafræði og margt fleira.


Þriggja ára nám sem að mestu fer fram á netinu en staðbundnar lotur þrisvar á önn tryggja samheldni og nauðsynleg tengsl kennara og nemenda.


Tvær námsleiðir í boði: Upplýsingatækni og margmiðlunarhönnun (skarast að hluta). Fjarnám með staðbundnum lotum.


Upplýsingatæknin hentar ekki aðeins þeim sem vinna á bókasöfnum heldur öllum sem vilja ná valdi á tölvutengdri skráningu, varðveislu og miðlun upplýsinga í formi texta, máls og mynda. Bókasafnstækni er formlegt heiti á greininni en hún er ein af 7 sérgreinum upplýsinga- og fjölmiðlagreina. Aðrar sérgreinar eru bókband, ljósmyndun, prentun, grafískri miðlun, fjölmiðlatækni og veftækni. Námið getur leitt til fagvottunar í bókasafnstækni.


Margmiðlunarhönnun hentar vel þeim sem vilja ná tökum á myndrænni framsetningu efnis á skjá eða prenti og er góður undirbúningur undir frekara nám í hönnun og listum.


Á báðum námsbrautum eru kenndar undirstöðugreinar myndrænnar miðlunar, s.s. myndbygging, litafræði og formfræði, um leið og kennt er á háþróuð forrit til stafrænnar myndvinnslu, kvikmyndagerðar, hljóðvinnslu, vefsíðugerðar og grafískrar hönnunar. Fræðilegir áfangar tryggja góðan skilning á þróun og hlutverki nýmiðla í samfélaginu. Námið getur nýst breiðum hópi starfsstétta, fagmenntuðum sem ófagmenntuðum, sem æ meira þurfa að reiða sig á hvers kyns meðhöndlun og miðlun stafrænna upplýsinga í ólíku formi.


Boðið er upp á þetta nám í fjarnámi á netinu og hentar því vinnandi fólki einkar vel. Margir atvinnurekendur hafa séð sér leik á borði og stutt starfsfólk sitt til þessa náms og fengið þann stuðning endurgoldinn í formi hæfari starfskrafta.


UMSÓKNAREYÐUBLÖÐ OG UPPLÝSINGAR: http://dreifnam.multimedia.is


UMSÓKNIR SEM BERAST FYRIR 16. JÚNÍ 2009 HAFA FORGANG