Við höldum áfram að bjóða félagsmönnum og öðru áhugafólki uppá ýmsa viðburði nú á vormisseri. Morgunkornin verða á sínum stað og svo skellum við okkur í vísindaferð og höldum aðalfund. 

Fimmtudaginn 18. janúar héldu fulltrúar Landskerfis erindi á Morgunkorni og sögðu okkur frá ferlinu við undirbúning og framkvæmd útboðs á nýju bókasafnskerfi sem verður arftaki hugbúnaðarins að baki Gegni.  Morgunkornið var haldið í fyrirlestrarsal Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Fimmtudaginn 15. febrúar fræddi Úlfhildur Dagsdóttir okkur um Rafbókasafnið sem opnaði formlega í janúar 2017. Morgunkornið var haldið í aðalsafni Borgarbókasafns, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík.

Föstudaginn 16. mars verður vísindaferð Upplýsingar haldin og að þessu sinni kíkjum við í heimsókn í Hljóðbókasafn Íslands. Nánari upplýsingar og skráningarform má finna hér.

Fimmtudaginn 12. apríl segir Nanna Guðmundsdóttir okkur frá flutningum Amtsbókasafnsins á Stykkishólmi. Morgunkornið verður haldið í Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Skráningarform kemur síðar.

Föstudaginn 4. maí verður aðalfundur Upplýsingar haldinn frá kl 17-19 á Bókasafni Mosfellsbæjar, Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ. Miklar breytingar verða á stjórn og því óskum við eftir framboðum og tilefningum í stjórn félagsins sem og í aðrar nefndir. Einnig standa til úrbætur á lögum félagsins og verða þær úrbætur kynntar er nær dregur að fundi. Tilnefningar og framboð í stjórn og nefndir félagsins berist á [email protected] fyrir 25. apríl nk. Skráningarform kemur síðar.