Nokkrir félagsmenn Upplýsingar fengu þá hugmynd að halda fræðslufund á Akureyri fyrir starfsfólk bókasafna um allt land og leituðu stuðnings Upplýsingar við verkefnið. Fræðslufundinn nefna þau, „Daginn okkar“. Upplýsing fagnar slíku framtaki og telur brýnt að fræðsla á vegum félagsins sé eins aðgengileg og hægt er fyrir alla félagsmenn, óháð búsetu.

Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um dagskrá fundarins og tengil á skráningareyðublað en nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn fyrir 6. maí til að auðvelda skipulag.