[et_pb_section fb_built=“1″ _builder_version=“3.0.47″][et_pb_row _builder_version=“3.0.47″ background_size=“initial“ background_position=“top_left“ background_repeat=“repeat“][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Landsfundur Upplýsingar á Ísafirði 23. – 24. september 2021
Ísafjörður skartaði sínu fegursta þegar landfundargestir Upplýsingar tóku að streyma til bæjarins. Mikil spenna og eftirvænting var meðal 120 landsfundargesta sem komu sér vel fyrir í Edinborgarhúsinu við aðalgötu bæjarins. Enda skipuleggjendur búnir að skipuleggja ráðstefnuna ekki einu sinni heldur tvisvar sinnum! En mikið var gaman að hitta kollega sína og hlusta á öll erindin sem voru á dagskránni.
[/et_pb_text][et_pb_gallery gallery_ids=“2809,2810,2811,2812,2813,2814,2815,2816,2817,2792″ gallery_captions=“,,,,,,,,,“ _builder_version=“3.0.71″ fullwidth=“on“][/et_pb_gallery][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Þórný Hlynsdóttir, formaður Upplýsingar, setti fundinn og sagði frá rafrænum félagsskírteinum sem allir félagar í Upplýsingu geta nú sótt í símtæki sín og notað til þess að fá afslætti við bókakaup. Edda Björg Kristmundsdóttir flutti ávarp fyrir hönd landsfundarnefndar en auk hennar voru þær Pernilla Rein, Rannveig Halldórsdóttir og Roberta Šoparaite í henni. Að því loknu las Eiríkur Örn Norðdahl úr bókinni Brúin yfir Tangagötuna.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Ulla Leinikka frá nýju og margverðlaunaða borgarbókasafni Helsinki, Oodi flutti erindi um þátttökumiðaða nálgun í Oodi safninu. Hún fór yfir uppbyggingu safnsins, hvað er boðið upp á og hver hugsunin er á bak við það. Á safninu starfa 65 starfsmenn sem skipt er í fimm teymi, hver teymisstjóri starfar að hámarki í tvö ár. Á fyrstu hæð eru upplýsingar og viðburðir haldnir, á annarri hæð er aðstaða fyrir ýmiskonar iðjustarfsemi, þar eru saumavélar, tölvur, textíl- og þrívíddarprentarar þar sem gestir geta þjálfað færni sína með því að prófa sig áfram. Á þriðju hæðinni eru bækur, lesaðstaða og kaffihús. Markmiðið er að íbúar móti starfsemina og að öll þjónusta sé notendavæn.
[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://upplysing.is/wp-content/uploads/2021/11/Oodi-scaled.jpg“ _builder_version=“3.0.71″][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://upplysing.is/wp-content/uploads/2021/11/SigrunHauks-scaled.jpg“ _builder_version=“3.0.71″][/et_pb_image][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Sigrún Hauksdóttir sagði frá stöðu innleiðingar á nýjum Gegni sem er væntanlegur í júní 2022. Kerfið kemur til með að breyta miklu fyrir starfsmenn og notendur. Búið er að raða söfnum í hópa og verið að hlaða inn, yfirfara og laga til gögnin. Á vormánuðum verður farið í að kenna á kerfið og mun sú kennsla fara að mestu leyti fram í gegnum netið. Nú eru komin rafræn bókasafnsskírteini en gert er ráð fyrir tvöföldu kerfi, raf- og plastkortum.
Erindi um rannsóknir og ósýnilega upplýsingafræðinginn flutti Sigurgeir Finnsson frá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Hann sagði frá innleiðingu rannsóknarupplýsingakerfisins IRIS sem heldur utan um rannsóknarafurðir, tengir greinar við rannsóknastyrki og tengir rannsóknir íslenskra vísindamanna við samstarfsaðila erlendra háskóla. Verkefnið er unnið í samstarfi við vísindamenn, rannsóknastjóra og bókasöfn háskólanna. Hlutverkt bókasafnanna er að yfirfara gögnin eftir að höfundur/vísindamaður hefur sett þau inn , upplýsingafræðingur yfirfer og bætir við lýsigögnin og tengir þau saman. Reynsla Sigurgeirs af innleiðingunni er að þegar upplýsingafræðingar vinna vel tekur enginn eftir því, það er ekki fyrr en eitthvað klúðrast sem við fólk tekur eftir því að eitthvað vantar í gögnin eða virkni kerfisins.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Gunnhildur Manfreðsdóttir ráðgjafi hjá Ráðhildi GM fjallaði um skjalastjórnun frá ýmsum hliðum, þar sem ólíkir hópar þurfa ólíka þjónustu og lagaumhverfi, stefnur og staðlar hafa mikið að segja auk þess sem það þarf miðlæga stýringu á gögnum. Hún lagði áherslu á að skjalastjóri sé hluti af viðskiptakeðju fyrirtækis og taki þátt í að móta upplýsingakort fyrirtækisins eða stofnunar í hópi annarra sérfræðinga.
Þá var komið að liðnum „Stutt og laggott að vestan“. Alda Hrannardóttir fór yfir starfsemi bókasafnanna á Patreksfirði og Bíldudag. Ný samfélagsmiðstöð, Muggstofa verður opnuð í byrjun október. Pernilla Rein sagði frá starfsemi bókasafns Háskólaseturs Vestfjarða, sem er minnsta háskólabókasafn landsins og Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, sagði frá Bókakaffi Bolungarvík en bæjaryfirvöld tóku sig til og leigðu húsnæði og innréttuðu kaffihús, settu upp bókahillur og buðu verkefnið út. Aðsókn stóð ekki undir væntingum, en verið að vinna að breytingum til að koma til móts við óskir íbúa.
Sara Stef. Hildardóttir forstöðukona bókasafns Háskólans í Reykjavík var með erindi um upplýsingalæsi og hvað felst í því. Hún spurði um yfirlýsta ábyrgð bókasafna á upplýsingalæsi og hvort hún finnist einhversstaðar. Sara hafði gert könnun á hvað orðið „upplýsingalæsi“ kæmi oft fyrir á nokkrum vefsíðum, þar á meðal hjá nokkrum bókasöfnum og niðurstaðan var að það er lítið notað.
Síðasta erindi dagssins flutti Ragna Kemp Haraldsdóttir lektor í upplýsingafræði við Háskóla Íslands. Hún fjallaði um nám í upplýsingafræði frá nokkrum sjónarhornum og sagði frá breytingum sem gerðar hafa verið á námsbraut í Upplýsingafræði og tóku gildi frá og með haustmisseri 2021.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Um kvöldið var hátíðarkvöldverður og skemmtun þar sem félagarnir úr Hrífsdal þeir Bragi Valdimar Skúlason og Kristján Freyr Halldórsson stýrðu veislunni af miklum myndarskap. Mugison söng tvö lög og veislugestir tóku vel undir.
Og áfram héldu áhugaverð erindi á föstudeginum en þar byrjaði Herdís Huebner þýðandi og fyrrverandi grunnskólakennari með erindi sitt um glefsur úr lífi bókaorms. Hún hefur fengist við myndskreytingar, þýðingar og skrifað bók. Herdís sagði frá samskiptum sínum við bækur í gegnum lífið, sem barn unglingur og fullorðin kona. Herdís er móðir Eiríks Arnar Norðdahl rithöfunds sem las svo skemmtilega úr bók sinni daginn áður.
[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://upplysing.is/wp-content/uploads/2021/11/image_67220225-scaled.jpg“ _builder_version=“3.0.71″][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://upplysing.is/wp-content/uploads/2021/11/BBS_goggur-scaled.jpg“ _builder_version=“3.0.71″][/et_pb_image][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Áslaug Karen Jóhannsdóttir sérfræðingur í upplýsinga- og greiningadeild utanríkisráðuneytisins sagði frá sögulegum bakgrunni heimsmarkmiðanna þar til Heimsmarkmiðin voru samþykkt árið 2015. Hún fjallaði um markmiðin 17 og 169 undirmarkmið þeirra en markmið heimsmarkmiða er að engir einstaklingar eða hópar séu skildir eftir.
Dögg Sigmarsdóttir verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku hjá Borgarbókasafni sagði frá endurspeglun heimsmarkmiðanna í starfi hjá söfnunum en þar eru fjórar megin áherslur sem kallast Opið rými allra og tengsl þeirra við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Bæði rýmið og dagskráin var endurhugsað í samtali við notendur rýnihópa. Dæmi um slíkt verkefni er Stofan þar sem notendur hanna sitt rými á safninu til samtals og Gerðuberg kallar þar sem skapandi einstaklingar vinna að verki með safninu.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“4_4″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Rebekkah Smith Aldrich, framkvæmdastjóri Mid-Hudson Library System, fjallaði um vítæk áhrif loftlagsbreytinga, hvernig allir geta haft áhrif, hvar mesta þörfin liggur í dag, mikilvægi nærumhverfis, samvinnu og sjálfbærni. Hún sagði frá nokkrum verkefnum s.s. bókasafni sem framleiðir sína eigin raforku, rafbókabíl, ræktunarreitum, námskeiðum sem ýta undir sjálfbærni, viðgerðarkaffi og rými fyrir börn og unglinga til að hafa áhrif í sínu umhverfi. Rebekkah lagði áherslu á hvernig bókasöfn eru fyrirmyndir með sínum aðgerðum, stuðla að því að gera Heimsmarkmiðin aðgengileg og fá fólk til þátttöku auk þess að vekja fólk til umhugsunar um umhverfismál með því að hafa þau á dagskrá.
[/et_pb_text][/et_pb_column][/et_pb_row][et_pb_row _builder_version=“3.0.71″][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_text _builder_version=“3.0.71″]
Síðast en ekki síst var boðið upp á atriði með Björgu Sveinbjörnsdóttir listamanni og framhaldsskólakennara. Hún byggði gjörninginn á bókinni Bráð fjallanna úr Rauðu seríunni með upplestri og söng. Óhætt er að segja að atriðið sló í gegn og mikil var hrifning og gleði fundarmanna.
Að lokum var landsfundi slitið af formanni Upplýsingar, Þórnýju Hlynsdóttir, undir dynjandi lófaklappi frá gestum. Þórný upplýsti að næsti landsfundur fari fram eftir tvö ár og verði þá haldinn í Hafnarfirði. Landsfundargestir héldu heim á leið með visku, gleði og bjartsýni í för. Nokkrum dögum síðar var allt á kafi í snjó á Ísafirði þannig að við þökkum veðurguðunum fyrir að bíða með það!
Á síðu Landsfundar Upplýsingar 2021 geta áhugasamir séð glærur af mörgum erindum sem haldin voru á landsfundinum.
[/et_pb_text][/et_pb_column][et_pb_column type=“1_2″ _builder_version=“3.0.71″ parallax=“off“ parallax_method=“on“][et_pb_image src=“https://upplysing.is/wp-content/uploads/2021/11/image_67111425-scaled.jpg“ _builder_version=“3.0.71″][/et_pb_image][/et_pb_column][/et_pb_row][/et_pb_section]