Upplýsing, félag bókasafns- og upplýsingafræða, í samstarfi við bókasöfn á Íslandi heldur Bókasafnsdag, fimmtudaginn 14. apríl.


Tilgangur dagsins er að vekja athygli á mikilvægi bókasafna fyrir þjóðfélagið. Bókasöfn
gegna mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar, fyrir framboð á tón- og
myndlistarefni, yndislestri og afþreyingu, fyrir aðstoð við upplýsingaöflun og gagnaleitir.
Bókasöfn eru auk þess samkomuhús, menningarmiðstöðvar og góður staður til að vera á.
Bókasöfn eru heilsulind hugans.


Bókasöfnin munu taka á móti viðskiptavinum sínum eins og vanalega þennan dag. Mörg
þeirra verða með dagskrá eða tilbreytingu í starfsemi sinni eins og sjá má á eftirfarandi
dæmum:



  • Meðal annars verður kynntur listi yfir 100 bestu íslensku bækurnar að mati þeirra sem
    á bókasöfnunum starfa.
  • Mörg bókasöfn gefa gestum fallegt bókamerki dagsins.
  • Í nokkrum söfnum verður gestum einnig boðið upp á að taka þátt í vali á bestu
    bókunum.
  • Borgarbókasafn ætlar að bjóða þeim sem ekki eiga bókasafnsskírteini þar upp á frítt
    bókasafnsskírteini sem gildir í ár, auk áhugaverðrar dagskrár í útibúum safnsins.
  • Þá verða kynnt ný myndbönd sem bókasöfn hafa útbúið um starfsemina.
  • Í Landsbókasafni verður metnaðarfull dagskrá þar sem m.a. verður kynnt frágangsferli
    bókar, sýnd verða myndbönd og stuttmyndir og kynntir gagnagrunnarnir timarit.is /
    hvar.is og handrit.is
  • Þá er dagurinn gleðidagur fyrir starfsmenn bókasafnanna en um morguninn býður
    Upplýsing til morgunfundar um ímynd þeirra sem á bókasöfnum starfa og mun
    Fjalar Sigurðarson vera með framsögu þar. Almennt munu starfsmenn svo gera sér
    dagamun á einn eða annan hátt.?

Ef þú vilt gera deginum skil á einhvern hátt ? þá eru talsmenn bókasafna um land allt tilbúnir
til að koma í viðtöl eða ræða við þig um mikilvægi bókasafna.


Hafðu samband við:
Málfríði Finnbogadóttur [email protected] sími: 595 9170 eða Hrafnhildi
Hreinsdóttur, formann Upplýsingar [email protected] s. 894 8101 og þær tengja þig
við rétta fólkið.