myndarhópur félaganna hefur unnið hörðum höndum og kemur nú fram með tillögu um að fagheitið ?Upplýsingafræðingur? verði notað fyrir stéttina. Þannig er hægt að sameinast um eitt opinbert fagheiti einstaklinga með sömu menntun óháð vinnustað, starfsheiti eða starfi.
Tilgangur fundarins er að kynna forsendur og að lokum greiða atkvæði um tillöguna. Á fundinum verður farið yfir þau rök sem liggja að baki tillögunni og mikilvægi þess að breyta og einfalda fagheitið. Starfi ímyndarhópsins verður lýst í stuttu máli og leitað eftir hugmyndum félagsmanna um framhaldið.
Atkvæðarétt hafa allir fundarmenn sem uppfylla kröfur sbr. lög nr. 97/1984 og nr. 21/2001 um fjalla um starfsheitið bókasafns- og upplýsingafræðingur.


Dagskrá:
1. Upplýsingafræðingur: Samræmt fagheiti einstaklinga með sömu menntun óháð vinnustað. – Ímyndarhópur Upplýsingar og SBU kynna.
2. Kosning um að taka upp fagheitið Upplýsingafræðingur.
3. Næstu skref.
3. Önnur mál.


Félagsmenn eru því eindregið hvattir til að mæta og taka þátt í þessari mikilvægu ákvörðun.


Fyrir hönd Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Upplýsingar, fagfélags um bókasafns- og upplýsingafræði
Sveinn Ólafsson, formaður SBU
Hrafnhildur Hreinsdóttir, formaður Upplýsingar


Skrá mig á fundinn