Glærur frá fræðsluerindi Margrétar Rósu Sigurðardóttur, framhaldsskólakennara, um útlit prentgripa og áhrif pappírs- og leturvals á læsileika texta sem hún flutti á fræðslufundi Upplýsingar í Bókasafni Kópavogs þann 27. febrúar s.l eru nú komnar á vefinn.
Margrét Rósa Sigurðardóttir er framhaldsskólakennari í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og setjari. Hún fjallaði almennt um efnið en einnig leitaði hún svara um ýmis atriði sem skipta starfsfólk bókasafna máli í sínu daglega starfi s.s. hvers vegna vantar titil á kjöl sumra bóka og hvers vegna er letur stundum of smátt?