Miðvikudaginn 27. febrúar kl. 12-12:45 býður Upplýsing félagsmönnum sínum upp á fræðsluerindi í Kórnum, sal Bókasafns Kópavogs, Hamraborg 6A 1. hæð (gengið inn neðan við húsið).
Margrét Rósa Sigurðardóttir framhaldsskólakennari í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum og setjari mun flytja erindi um útlit prentgripa og áhrif
pappírs- og leturvals á læsileika texta. Hún mun fjalla um efnið almennt en einnig leita svara um ýmis atriði sem skipta starfsfólk bókasafna máli í sínu daglega starfi. Hvers vegna vantar titil á kjöl sumra bóka? Hvers vegna er letur stundum of smátt? Og svo mætti lengi telja. Í lokin mun hún svara spurningum úr sal.


Aðgangur er ókeypis fyrir félagsmenn í Upplýsingu.