Þriðjudaginn 17. febrúar kl. 17 verður farið í vettvangsferð til RÚV. Gunnar Baldursson grafíker tekur á móti gestum sem safnast saman í anddyrinu. Mikilvægt er því að mæta stundvíslega. Gunnar fer með hópinn um húsið og segir frá sögu Ríkisútvarpsins. Heimsóknin endar í safnadeild RÚV þar sem Kristín Ósk Hynsdóttir safnastjóri tekur við. Í safnadeildinni fer meðal annars fram skráning á íslensku útvarps- og sjónvarpsefni, erlendu sjónvarpsefni og tónlistarefni. Um er að ræða eitt stærsta safn íslenskrar tónlistar á landinu.


Dagskráin tekur eina og hálfa klukkustund og boðið verður upp á brauðmeti í lokin.


Þeir sem ætla að mæta þurfa að skrá sig með tölvupósti til [email protected]. Vegna mikillar þátttöku verður ekki tekið við fleiri skráningum.


Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar