Upplýsing í samstarfi við Bókasafn Þjóðminjasafn bjóða til bókasafnsheimsóknar þangað fimmtudaginn 22. mars kl. 16:30 – 18:30. Boðið verður upp á léttar veitingar og skemmtilegan félagsskap. Gróa Finnsdóttir ætlar að taka á móti hópnum í anddyri Þjóðminjasafnsins á bilinu 16:30 – 16:45 en þá verður farið í fyrirlestrasal safnsins þar sem hún ætlar að kynna okkur starfsemina í stuttu máli. Að því loknu verður svo haldið yfir í bókasafnið sem er í aðskildu húsnæði: Setbergi. Þeir sem eru seinir fyrir geta farið beint þangað.


Skráning hér:


Með góðum kveðjum og verið velkomin!


Gróa Finnsdóttir
fagstjóri bóka- og heimildasafns, Þjóðminjasafn Íslands /


Hrafnhildur Hreinsdóttir, fyrir hönd stjórnar Upplýsingar
[email protected]
GSM: +354 894 8101