Fimmtudaginn 15. janúar hélt Gunnþórunn Guðmundsdóttir lektor í bókmenntafræði fyrirlestur um þetta efni í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðu.
Gunnþórunn hefur kennt við Háskóla Íslands frá árinu 2004. Hún er með BA gráðu í almennri bókmenntafræði og þýsku (Háskóli Íslands), MA í evrópskum samanburðarbókmenntum (University of Kent) og PhD í samanburðarbókmenntafræði (University of London).
Fræðslu- og skemmtinefnd Upplýsingar tók fyrirlesturinn upp og er hægt hlusta á hann í vikutíma á vefnum.
Endilega látið Rósu Bjarnadóttur vefstjóra Upplýsingar ([email protected]) eða Báru Stefánsdóttur í fræðslu- og skemmtinefnd ([email protected]) vita ef þið lendið í vandræðum með að hlusta á fyrirlesturinn. Við vonum að þessi tilraun okkar mælist vel fyrir.

Til að hlusta á fyrirlesturinn þarf að opna tengilinn hér fyrir neðan og smella svo á hnappinn Download File.


Sækja hljóðskrá