Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður 25. mars kl. 9 og ber yfirskriftina „Hugsaðu þér stað“. Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri borgaralegrar þátttöku á Borgarbókasafninu, mun tala um þá vitundavakningu sem á sér stað um bókasöfn sem samfélagsrými og vettvang lýðræðis. Dögg mun sérstaklega ræða þróun þátttökumiðaðra verkefna á bókasafninu og áherslu á samsköpun í menningarstjórn. 

Morgunkornið verður haldið í streymi sem hægt er að skrá sig á hér.

Hægt verður að nálgast Morgunkornið á facebook síðu og á youtube rás Upplýsingar.