Fyrsta morgunkorn ársins verður fimmtudaginn 14. janúar.  Framvegis verða morgunkornin annan fimmtudag í mánuði og er það gert til að koma til móts við Félag um Skjalastjórn sem er með fræðslufundi fyrsta fimmtudag í mánuði.


Að þessu sinni ætlum við að taka fyrir símenntun. Ingrid Kuhlman ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun fjallar um hvar ábyrgðin á símenntun liggur og Kristín Geirsdóttir upplýsingafræðingur hjá Alþingi ætlar að segja frá því hvernig símenntun  er háttað á sínum vinnustað.


Að venju verður morgunkornið í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu klukkan 8:30 og það kostar 1000 kr.  Morgunverður í boði og skráning á vef upplýsingar. Skráning hér.


 Dagskrá:


Ingrid Kuhlman ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Hver ber ábyrgð á símenntun? Glærur hér


Kristín Geirsdóttir upplýsingafræðingur hjá Alþingi. Símenntun á skrifstofu Alþingins. Gærur hér