Næsta Morgunkorn Upplýsingar verður haldið fimmtudaginn 16. mars kl 8:30 – 9:45 á Bókasafni Dagsbrúnar, Þórunnartúni 2 (4. hæð) í Reykjavík.
Skráning er hafin og stendur til hádegis miðvikudaginn 15. mars.
 
IFLA (International Federation of Library Associations and Institutions) stendur fyrir stórri ráðstefnu á hverju ári þar sem bókasafns- og upplýsingafræðingar og aðrir starfsmenn bókasafna og tengdra stofnanna mæta og sækja sér fræðslu og skemmtun. Í fyrra var ráðstefnan haldin í Columbus, Ohio í Bandaríkjunum og í ár verður hún haldin dagana 19.-25. ágúst í Wroclaw í Póllandi. Yfirskriftin í ár er Libraries. Solidarity. Society.
 
Kristjana Mjöll J. Hjörvar og Jóna Guðmundsdóttir, fóru fyrir hönd Upplýsingar á ráðstefnuna í Columbus og ætla á þessu Morgunkorni að segja aðeins frá ferð sinni en þó helst og aðallega að fjalla um IFLA ráðstefnuna almennt og hvað er svona merkilegt við hana. Hvað græðum við á því að fara á IFLA ráðstefnu? Hvernig skráir maður sig og hvað er best að hafa í huga?
 
Kíkið endilega á vefsíðu ráðstefnunnar sem verður í ágúst í Wroclaw í Póllandi – http://2017.ifla.org/
 
 
Morgunkorninu verður streymt beint á YouTube og mun tengill á streymið verða sendur út bráðlega.
 
Aðgangur að Morgunkorni er gjaldfrjáls fyrir félagsmenn.