ISLEX er margmála orðabókarverk á vefnum með íslensku sem viðfangsmál og sænsku, norskt bókmál, nýnorsku og dönsku sem markmál. ISLEX er samstarfsverkefni fjögurra stofnana á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Þær eru Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (SÁ) í Reykjavík, Det Danske Sprog- og Litteraturselskab í Kaupmannahöfn, Institutt for lingvistiske, litterære og estetiske studier við Háskólann í Bergen og Institutionen för svenska språket við Háskólann í Gautaborg. Íslenska ritstjórnin ber ábyrgð á viðfangsmálinu og mótun og þróun gagnagrunnsins fyrir ISLEX. Vinna við markmálin er í umsjón og á ábyrgð ritstjórna í hverju landi fyrir sig. Fróðskaparsetur Føroya varð aðili að samstarfinu árið 2011 og stefnt er að því að opna íslensk-færeyska orðabók seint á árinu 2012.


http://www.islex.hi.is/