Skráningu  á jólagleðina lauk sl. mánudag og hlökkum við gríðarlega til að sjá ykkur öll á föstudagskvöldið næsta, 25. nóvember á bókasafni Menntaskólans við Sund.
Það eru nokkur atriði sem við viljum benda á svo ekkert fari framhjá neinum.
Menntaskólinn við Sund stendur við Gnoðarvog 43 og göngum við inn í skólann í gegnum aðalinngang hans sem er á horni Gnoðarvogs og Skeiðarvogs. Sjá nánar á: http://tinyurl.com/zh8xfuf
 
Við hefjum kvöldið klukkan 18:30 og verða drykkir og veitingar í boði eins og venja er. Við hlustum á ljúfa gítartóna og endurvekjum happadrættið sem hefur af og til verið partur af jólagleðinni okkar í gegnum árin. Öllum mun einnig gefast gott tækifæri til að skoða sig um á bókasafni skólans.
 
Við í stjórn Upplýsingar vonum að þið munið skemmta ykkur vel og njóta félagsskaps eldri og nýrra vina áður en kvöldinu lýkur og við göngum út í aðventuna er herlegheitunum lýkur klukkan 21:30.