Samstarf Upplýsingar og Símenntunar Háskólans á Bifröst verður kynnt á næsta Morgunkorni Upplýsingar sem haldið verður fimmtudaginn 18. febrúar kl. 8:30 – 9:45 á Bókasafni Garðabæjar. Takið því daginn frá! Skráning kemur síðar

Upplýsing og Símenntun Háskólans á Bifröst hafa ákveðið að hefja samstarf um símenntun félagsmanna Upplýsingar. Boðið verður upp á námskeið með reglubundnum hætti og verður námsframboðið miðað að þörfum Upplýsingar. Markmiðin með náminu eru að auka þekkingu, hæfni og leikni upplýsingafræðinga til þess að takast á við krefjandi starfsumhverfi og auka samvinnu þeirra í milli. Jafnframt er markmið að þátttakendur fái í hendur að námi loknu verkfæri í starfi og kjarabaráttu.