Það styttist í Bókasafnsdaginn sem haldinn verður í sjötta sinn þann 8. september nk.
Búið er að vinna kynningarefni fyrir daginn í ár og samanstendur það af veggspjaldi og bókamerki. Þau söfn sem hyggjast taka þátt geta nálgast efnið á vefsíðu Upplýsingar og prentað út eða nýtt það á rafrænan máta s.s. á vefsíður, samfélagsmiðla o.fl.
Kynningarefnið má nálgast hér
Í tilefni af Bókasafnsdeginum langar okkur að fá starfsfólk bókasafna landsins í lið með okkur og að þessu sinni tilnefna sínar uppáhalds ljóðlínur, ljóðbrot eða ljóð. Hvaða ljóð, kvæði, vísur, söngtextar eða rapp hafa hreyft við þér?
Tilnefndu ljóð, ljóðbrot og/eða ljóðlínur
Tilnefndu ljóð, ljóðbrot og/eða ljóðlínur