Landsfundur Upplýsingar verður haldinn í Háskólanum á Akureyri dagana 2. ? 3. október (fimmtudagur og föstudagur) n.k. Yfirskrift fundarins verður ?Heimurinn í höndum þér“, dagskráin sem er í undirbúningi verður fjölbreytt að vanda og ætti að ná til starfsfólks allra tegunda bóka- og skjalasafna. Aðalfyrirlesari verður Sarah Houghton, forstöðumaður almenningsbókasafnsins í San Rafael, Kalíforníu, alias Librarian in black: http://librarianinblack.net/librarianinblack/.
Hér er tengill í stutta könnun vegna þátttöku í Landsfundi 2014, https://docs.google.com/forms/d/1TjN671U_smfaYdgaKw00-QZQgPMwXLPdVQQsAzC9Mws/viewform.
Við hvetjum ykkur til að svara.
Landsfundarnefnd á Akureyri 2014 skipa:
Astrid Margrét Magnúsdóttir, Bókasafn HA.
Brynhildur Ó. Frímannsdóttir og Ragnheiður Sigurðardóttir, Menntaskólinn á Akureyri.
Dagný Birnisdóttir, Lundarskóla og Margrét B. Aradóttir, Hrafnagilsskóli/Bókasafn Eyjafjarðarsveitar.
Pia Viinikka og Sigríður Vilhjálmsdóttir, Bókasafn HA.
Ragnheiður Kjærnested, Heilbrigðisvísindasafn Sjúkrahússins á Akureyri.
Sigríður Sigurðardóttir, Verkmenntaskólinn á Akureyri.
Sigrún Ingimarsdóttir og Þorsteinn G. Jónsson, Amtsbókasafnið á Akureyri.