Upplýsing kynnir nýjan leshring fyrir félagsmenn.

Upplýsing leggur af stað með mánaðarlegan leshring þar sem ræddar verða bækur sem líklegar eru til vinsælda á bókasöfnum landins. Ingvi Þór Kormáksson á Borgarbókasafni hefur tekið að sér að koma leshringnum í loftið. Fyrsti leshringurinn verður í Borgarbókasafni 21. febrúar kl. 17:15 – 18:30. Fjallað verður um bókina Ríkisfang ekkert. Í lok umræðunnar verður ný bók valin af hópnum. Þátttakendur verða svo fengnir til þess að skiptast á um að leiða umræðuna og færa henni þak yfir höfuðið. Með þessu fyrirkomulagi verður leshringurinn því þátttakendum að kostnaðarlausu.

Hér er hægt að skrá sig í leshringinn hér.