Málþing Upplýsingar verður haldið í Bókasafni Garðabæjar þann 29. nóvember kl. 13-17, og í beinu framhaldi af málþingi verður hin árlega
jólagleði. Tilgangur málþingsins er að skoða hlutverk bókasafna, stöðu upplýsingafræðingsins og rýna í framtíðina. Skömmu eftir að málþingi lýkur höldum við hina árlegu jólagleði Upplýsingar. Hún verður haldin í Fjölbrautarskóla Garðabæjar, frá klukkan 17-19, Skólabraut 6 í Garðabæ. Við njótum léttra veitinga og höfum gaman saman.

Allar nánari upplýsingar og skráningarupplýsingar er að finna á vef málþingsins https://upplysing.is/malthing2019/